Book a Room Now!

Loading...

Mat-leikar 6. október

Mat-leikar eru matartengdir viðburðir þar sem við fáum tónlistarfólk til að velja matseðil kvöldsins og halda síðan tónleika á eftir.

6. október verður Fjölskyldutríóið með okkur en það skipa þau Elvý, Eyþór Ingi og Birkir Blær. Þau velja með okkur matseðilinn og spila síðan hugljúfa tóna úr öllum áttum eftir matinn.        

4.900 kr.

Pizzahlaðborð 13. október

Fyrsta pizzahlaðborð vetrarins. Að sjálfsögðu verður lambapizzan okkar í boði, bæði með og án heimagerða rauðkálsins okkar. 

Það er betra að bóka, þannig að smellið á hnappinn hér fyrir neðan og sendið inn bókun. 

2.200 kr.

Kótilettukvöld 14. október

Fyrsta kótilettukvöld vetrarins og norðlenskt búðingahlaðborð í eftirétt!

Verð kr. 4.700

Hægt að smella á bókunarhnappinn hér fyrir neðan og bóka sæti.

4.700 kr.

Mat-leikar 3. nóvember

Mat-leikar eru matartengdir viðburðir þar sem við fáum tónlistarfólk til að velja matseðil kvöldsins og halda síðan tónleika á eftir.

Þann 3. nóvember er komið að hinu gullfallega dúói Guðrúnu Hörpu Örvarsdóttur og Atla Má Rúnarssyni. Þau velja með okkur matseðilinn og fara síðan um víðan völl í erlendum sem innlendum ábreiðum. Þau hafa víða sungið og spilað saman síðustu tvö árin og er lagaval og flutningur afar vandaður. 

 

4.900 kr.

Pizzahlaðborð 10. nóvember

Annað pizzahlaðborð vetrarins. Hefðbundnar pizzur ásamt lambapizzunni okkar sem slegið hefur í gegn bæði með og án rauðkáls.

2.200 kr.

Jóla Mat-leikar 1. desember

Við verðum á jólalegum nótum á Mat-leikum 1. desember. Þórhildur Örvarsdóttir gaf út jóladiskinn Hátíð fyrir síðustu jól og fékk hann frábærar viðtökur. Auk þess að velja með okkur matseðilinn ætlar Hilda ásamt Eyþóri Inga að flytja lög af disknum ásamt fleiri hugljúfum jólatónum. Þarna verður jólastemmningin eins og hún gerist best. 

4.900 kr.

Events

Dagsetning Viðburður Klukkan
12.01 2018 Pizzahlaðborð 19:00
02.02 2018 Mat-leikar Rúnar Eff 19:30
09.02 2018 Pizzahlaðborð 19:00
02.03 2018 Mat-leikar 19:30
09.03 2018 Pizzahlaðborð 19:00
06.04 2018 Mat-leikar Hjalti og Lára 19:30
13.04 2018 Pizzahlaðborð 19:00
04.05 2018 Mat-leikar 19:30
11.05 2018 Pizzahlaðborð 19:00

Travel Blog

Lamb Inn hlýtur viðurkenningu frá Markaðsráði kindakjöts

Föstudag 31. mars s.l. veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum. Viðurkenningin ber enska heitið „AWARD OF EXCELLENCE“ sem rímar við annað markaðsefni sauðfjárbænda sem gagngert er beint til erlendra ferðamanna og er á ensku.
Lamb Inn var einn þeirra 10 veitingastaða á landinu sem hlaut þessa viðurkenningu að þessu sinni.

Lesa meira

Beertours.is opnuð - Fréttatilkynning

Lamb Inn Travel, ferðaskrifstofa á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit, hefur hafið sölu á svokölluðum bjórferðum á Norðurlandi. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða ferðir þar sem þemað er bjórsmakk frá þeim brugghúsum sem finna má á Norðurlandi.

Lesa meira