Book a Room Now!

Loading...

"Hin gömlu kynni gleymast ei"

Vettvangur fyrir þau sem voru virk í félagsmálum bænda, afurðastöðva og stofnana landbúnaðarins á árunum 1980 - 2010 og maka þeirra. 

Tækifæri til að hittast og koma sjónarmiðum sínum á framfæri. 

Gestgjafi og fararstjóri í ferðum

Jóhannes Geir Sigurgeirsson

 

Umsjón og fyrirkomulag:

Fundarlóðs: Daði Már Kristófersson prófessor við HÍ : Hann fylgist með umræðum og dregur niðurstöðu fundarins saman í lokin.

Fundarstjóri: Haukur Halldórsson: Margreyndur Búnaðarþingsfundarstjóri.

Gist verður á Lamb Inn Öngulsstöðum og heimagistingu í nágrenninu ef á þarf að halda.

Verð á mann: Fyrir einn í herbergi KR 40.000 miðað við tvær nætur; Aukanótt KR 9.000. Fyrir tvo í herbergi KR 28.500 á mann miðað við tvær nætur; Aukanótt KR 6.000 á mann.

Innifalið í verði er gisting í tvær nætur með morgunverði, létt hressing við komu á staðinn, rútuferð um Eyjafjarðarsveit með léttum veitingum og jólahlaðborð á föstudeginum. Hádegisverður, síðdegiskaffi og kvöldverður ásamt rútuferð á staðinn. Heimsókn í Gamla bæinn á Öngulsstöðum og hádegisverður á sunnudeginum. Allur kostnaður við fundarhaldið.

 

Dagskrá

Föstudagur 16. nóvember

13.00 til 14.00: Mæting á Lamb Inn

14.00: Farið yfir dagskrá daganna og aðilar kynntir til leiks

15.00: Heimsókn til bænda í Eyjafjarðarsveit: Á góðum stað verður smá móttaka með fordrykk (upphitun fyrir kvöldið)

19.30: Hefðbundið jólahlaðborð hjá Lamb Inn með fjöri hinna gömlu góðu daga

Laugardagur 17. nóvember

07.30 – 80.30: Morgunverður

09.00 til 12.00: Fundur

          o 09.00 til 10.00: Setning og framsögur

* Haukur Halldórsson; stutt kynning á fundinum

Myndaniðurstaða fyrir Daði Már Kristófersson

* Daði Már Kristófersson; fer yfir sitt hlutverk á fundinum

Myndaniðurstaða fyrir Baldur Helgi Benjamínsson

* Baldur Helgi Benjamínsson búfjárerfðafræðingur: Búfjárrækt 2050?

Myndaniðurstaða fyrir Gunnfríður Hreiðarsdóttir

* Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir fagstjóri búfjárræktar hjá RML og fulltrúi í háskólaráði Lbhí: ,,Enginn er eyland“ – hugleiðingar um gildi menntunar í landbúnaði

Myndaniðurstaða fyrir Finnbogi Magnússon

* Finnbogi Magnússon stjórnarformaður Landbúnaðarklasana: Staða og tækifæri í íslenskum landbúnaði

          o 10.00 – 12.00 Almennar umræður: Hér gefst fundargestum tækifæri á að koma sjónarmiðum sínum um stöðu og horfur í landbúnaði í dag á framfæri

* 12.00 – 13.00: Hádegismatur

* 13.00 – 15.30: Framhald umræðna;

* 15.30 – 16.00: Síðdegiskaffi

* 16.00 – 17.30: Fundarlok. Efni og niðurstaða dregin saman eftir því sem kostur er

* 18.30: Ekið í móttöku hjá afurðastöðvum á svæðinu

          o Forsvarsfólk fyrirtækjanna tekur á móti hópnum og fer yfir málin.

          o Matur á völdum stað (staðsetning kemur inn síðar)

* 22.00: Landbúnaðar Pub Qiuz á Kaffi kú.

Sunnudagur 18. nóvember

* 08.30 – 10.00: Morgunverður

* 10.00 – 11.00: Móttaka í Gamla bænum Öngulsstöðum

* 11.30 – 12.30: Daði Már dregur saman útkomuna úr fundinum/léttur hádegisverður

* 13.00: Formlegri dagskrá lýkur með undirbúningsfundi fyrir stofnun ,,Öldungaráðs landbúnaðarins“ ef áhugi er fyrir slíku.

 

TripAdvisor

Events

Dagsetning Viðburður Klukkan

Travel Blog

Jólaboð 2018

Þá fer senn að líða að Jólaboðum Lamb Inn. Við köllum þetta jólaboð frekar en jólahlaðborð því stemningin sem við getum búið til fyrir gesti okkar minnir frekar á fjölskyldujólaboð en hefðbundið jólahlaðborð með 30 réttum og yfirfullum veitingasal. Hjá okkur fá nefnilega hópar að hafa allan salinn út af fyrir sig. Sérstaða okkar felst í því að við erum úti í sveit, fjarri skarkala miðbæjarins og hér er hópurinn saman, enginn að stinga af. Við höfum líka Gamla bæinn sem hægt er að heimsæka fyrir mat og jafnvel þiggja þar fordrykk, okkar eigin kokteil sem við köllum Öngulsstaðahrepp. Sannkallaður tungubrjótur, en er okkar. 

Lesa meira