Book a Room Now!

Loading...

Allt í lambi

Á boðstólnum verða fjórir aðalréttir sem allir hafa lambakjöt sem uppistöðu.

Lambalærið okkar góða verður á sínum stað, lambapizzan með eða án rauðkáls, xx og xx, auk þess sem við ætlum að kynna til leiks nýja afurð frá Kjarnafæði, lambabeikon. 

Þá ætlum við að kynna matreiðslumann okkar, Baldvin Stefánsson frá Þórustöðum, sérstaklega, en hann er að hefja störf á Lamb Inn. Baldvin lærði listina að elda á La Primavera, var m.a. yfirkokkur á Forréttabarnum, starfaði á Berunesi fyrir austan í nokkur ár og er nú kominn heim í sveitina og ætlar að halda áfram að byggja veitingastaðinn upp með okkur. 

4.600 kr.

Events

Dagsetning Viðburður Klukkan
06.10 2017 Mat-leikar 19:30
13.10 2017 Pizzahlaðborð 19:00
03.11 2017 Mat-leikar 19:30
10.11 2017 Pizzahlaðborð 19:00
01.12 2017 Jóla Mat-leikar Hilda Örvars 19:30
05.01 2018 Mat-leikar 19:30
12.01 2018 Pizzahlaðborð 19:00
02.02 2018 Mat-leikar Rúnar Eff 19:30
09.02 2018 Pizzahlaðborð 19:00
02.03 2018 Mat-leikar 19:30
09.03 2018 Pizzahlaðborð 19:00
06.04 2018 Mat-leikar Hjalti og Lára 19:30
13.04 2018 Pizzahlaðborð 19:00
04.05 2018 Mat-leikar 19:30
11.05 2018 Pizzahlaðborð 19:00

Travel Blog

Lamb Inn hlýtur viðurkenningu frá Markaðsráði kindakjöts

Föstudag 31. mars s.l. veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum. Viðurkenningin ber enska heitið „AWARD OF EXCELLENCE“ sem rímar við annað markaðsefni sauðfjárbænda sem gagngert er beint til erlendra ferðamanna og er á ensku.
Lamb Inn var einn þeirra 10 veitingastaða á landinu sem hlaut þessa viðurkenningu að þessu sinni.

Lesa meira

Beertours.is opnuð - Fréttatilkynning

Lamb Inn Travel, ferðaskrifstofa á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit, hefur hafið sölu á svokölluðum bjórferðum á Norðurlandi. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða ferðir þar sem þemað er bjórsmakk frá þeim brugghúsum sem finna má á Norðurlandi.

Lesa meira