Book a Room Now!

Loading...

Um okkur

Lamb Inn er fjölskyldurekið. Eigendur eru Jóhannes Geir Sigurgeirsson sem fæddur er og uppalinn á Öngulsstöðum, hans eiginkona Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisfræðingur á Landsvirkjun, Guðný dóttir Jóhannesar og hennar maður, Karl Jónsson í gegn um fyrirtæki sitt Markvert ehf. 

 

Það var 1996 sem Ferðaþjónustan Öngulsstöðum opnaði gistihús með veitingaaðstöðu í fjósi og hlöðu sem breytt hafði verið í þessum tilgangi. Fyrstu árin var reksturinn í höndum fjölskyldunnar, en eftir 2004 var reksturinn leigður út. Jóhannes tók svo við rekstrinum aftur 2012 og byggði upp hugmyndafræðina á bak við Lamb Inn. Eins og nafnið gefur til kynna er áherslan nú lögð á veitingastaðinn og íslenska lambið, en "Inn" er alþjóðlegt nafn yfir stað þar sem hægt er að fá mat, drykki og gistingu. Þau Guðný og Karl keyptu svo 50% hlut í Öngulsstöðum 3 sf, rekstraraðila Lamb Inn, árið 2013 og settust að á Öngulsstöðum. 

 

Öll fjölskyldan kemur að rekstri Lamb Inn. Karl starfar sem framkvæmdastjóri, en hann og Jóhannes sjá um daglegan rekstur og áætlanagerð. Guðný starfar meðfram námi og börn þeirra Karls; Árdís Eva, Haukur Sindri og Skírnir Már, starfa öll á gistihúsinu í sumar- og aukavinnu. 

 

Jóhannes og Ragnheiður sjá um Gamla bæinn á Öngulsstöðum. 

 

Karl og Guðný ásamt börnum sínum. 

 

  

Jóhannes og Ragnheiður að leiðsegja í Gamla bænum. 

TripAdvisor

Events

Dagsetning Viðburður Klukkan

Travel Blog

Hvað er í húfi?

Millilandaflug um Akureyrarflugvöll hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið, eftir að þota frá bresku ferðaskrifstofunni Super Break þurfti í tvígang að snúa til Keflavíkur vegna aðflugsskilyrða á vellinum. Nú er búið að tryggja það að fyrir næsta vetur verði kominn upp aðflugsbúnaður við hæfi sem ætti að minnka líkurnar á því að ekki sé hægt að lenda í slæmu skyggni.

Lesa meira

Lamb Inn hlýtur viðurkenningu frá Markaðsráði kindakjöts

Föstudag 31. mars s.l. veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum. Viðurkenningin ber enska heitið „AWARD OF EXCELLENCE“ sem rímar við annað markaðsefni sauðfjárbænda sem gagngert er beint til erlendra ferðamanna og er á ensku.
Lamb Inn var einn þeirra 10 veitingastaða á landinu sem hlaut þessa viðurkenningu að þessu sinni.

Lesa meira