Book a Room Now!

Loading...

Lamb Inn Farmhouse

 

Höfum nú tekið í gagnið nýja gistiaðstöðu, Lamb Inn Farmhouse, sem staðsett er í íbúðarhúsinu á Öngulsstöðum 3. Þar eru 6 herbergi með sameiginlegu baðrými. Þar af ein íbúð með tveimur svefnherbergjum, sem hægt er að leigja út í heilu lagi. Í íbúðinni leyfum við gæludýr, en aðeins að því tilskyldu að öll íbúðin - bæði svefnherbergin, séu leigð. 

 

Lamb Inn Farmhouse er staðsett í aðeins 100 metra fjarlægð frá Lamb Inn gistihúsinu. Morgunverður er innifalinn í verði gistingar Lamb Inn Farmhouse, en hann er framreiddur á Lamb Inn. 

 

 

                              

Fleiri myndir

 

2017 RECOGNITION OF EXCELLENCE HotelsCombined
9.0 Rated by Guests

Events

Dagsetning Viðburður Klukkan
20.01 2018 Kótilettukvöld 19:00
09.02 2018 Pizzahlaðborð 19:00
09.03 2018 Pizzahlaðborð 19:00
06.04 2018 Mat-leikar Hjalti og Lára 19:30
13.04 2018 Pizzahlaðborð 19:00
11.05 2018 Pizzahlaðborð 19:00

Travel Blog

Lamb Inn hlýtur viðurkenningu frá Markaðsráði kindakjöts

Föstudag 31. mars s.l. veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum. Viðurkenningin ber enska heitið „AWARD OF EXCELLENCE“ sem rímar við annað markaðsefni sauðfjárbænda sem gagngert er beint til erlendra ferðamanna og er á ensku.
Lamb Inn var einn þeirra 10 veitingastaða á landinu sem hlaut þessa viðurkenningu að þessu sinni.

Lesa meira

Beertours.is opnuð - Fréttatilkynning

Lamb Inn Travel, ferðaskrifstofa á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit, hefur hafið sölu á svokölluðum bjórferðum á Norðurlandi. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða ferðir þar sem þemað er bjórsmakk frá þeim brugghúsum sem finna má á Norðurlandi.

Lesa meira