Book a Room Now!

Loading...

Herbergin

 

Á Lamb Inn eru 17 herbergi, öll með sér baðherbergi. Svefnpláss er fyrir 38 manns. Við leggjum áherslu á góð rúm og snyrtileg herbergi. 

Hjá okkur er hægt að fá allt frá tveggja manna herbergjum upp í stórt fjögurra manna fjölskylduherbergi, sem auðveldlega má stækka í 6 manna. 

 

Tvö þriggja manna herbergi eru á hótelinu, bæði með aðstöðu fyrir fatlaða. Þá er hægt að bæta við þriðja rúminu í stærri tveggja manna herbergin.

 

Þrjú herbergjanna okkar eru með sér inngangi baka til. Þar eru m.a. tvö herbergi með sama innganginum og eru með lítilli eldunaraðstöðu og ísskáp á milli. Samtals geta þessi herbergi hýst 6 manns með góðu móti. 

 

Við gerum sérstök tilboð í stærri hópa. Íþróttahópar fá t.d. góð kjör á gistingu og morgunverði.

 

Hafið samband og kannið málið.

 

Heimagisting

 

Um miðjan júní 2015 tókum við í notkun 6 herbergi í heimagistingu að Öngulsstöðum 3, Lamb Inn Farmhouse, sem er í aðeins 100 metra fjarlægð frá aðal gistihússbyggingunni. Herbergin eru nýuppgerð. Í kjallara er íbúð sem leigist annað hvort sem slík eða sem tvö herbergi með sameiginlegu baðrými og á miðhæðinni, eru fjögur herbergi með sameiginlegu baðrými. Herbergin á miðhæðinni heita öll nöfnum sem festust við það í gegn um tíðina; Snæjuherbergi, Hjónaherbergið, Borðstofan, Stofan. Við Öngulsstaði 3 er stór og fallegur garður, sem er með aðgengi fyrir gesti.

 

 

   
Tveggja manna herbergi
 
    
Þriggja manna herbergi
 
  
Fjögurra manna fjölskylduherbergi

 

 
    
 
    
 
    
 
                       
TripAdvisor

Events

Dagsetning Viðburður Klukkan

Travel Blog

Hvað er í húfi?

Millilandaflug um Akureyrarflugvöll hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið, eftir að þota frá bresku ferðaskrifstofunni Super Break þurfti í tvígang að snúa til Keflavíkur vegna aðflugsskilyrða á vellinum. Nú er búið að tryggja það að fyrir næsta vetur verði kominn upp aðflugsbúnaður við hæfi sem ætti að minnka líkurnar á því að ekki sé hægt að lenda í slæmu skyggni.

Lesa meira

Lamb Inn hlýtur viðurkenningu frá Markaðsráði kindakjöts

Föstudag 31. mars s.l. veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum. Viðurkenningin ber enska heitið „AWARD OF EXCELLENCE“ sem rímar við annað markaðsefni sauðfjárbænda sem gagngert er beint til erlendra ferðamanna og er á ensku.
Lamb Inn var einn þeirra 10 veitingastaða á landinu sem hlaut þessa viðurkenningu að þessu sinni.

Lesa meira