Book a Room Now!

Loading...

 

Gamli bærinn

Gamli bærinn er afar merkilegur í byggingasögulegu tilliti. Hann er einstakt vitni um byggingarstíl 19. aldar, þegar fólk til sveita aflagði torfbæi og byggði ný hús. Innviðir eru ótrúlega heillegir og hafa staðist tímans tönn, en hluti þessa húss er allt frá um 1830. Í Gamla bænum var að finna helsta samkomusal sveitarinnar og var hann daglegu tali kallaður Leikhúsið. Þar voru sett upp leikrit og haldnar veislur. ​Byggingasaga Gamla bæjarins er afar merkileg og kemur fólki gríðarlega á óvart. Þess vegna er gaman að njóta leiðsagnar þeirra Jóhannesar og Ragnheiðar sem þekkja sögu hússins út og inn.

 

Þá hentar Gamli bærinn vel fyrir ýmisskonar móttökur í sínu einstaka umhverfi. VIð tökum t.d. reglulega á móti ferðamönnum sem fara með Saga Travel í Sælkeraferðir um Eyjafjörð. Hægt er að bjóða upp á fordrykki og forrétti í Gamla bænum ef gestir eru í mat á Lamb Inn og einnig er hægt að taka á móti allt að 15 manna hópi í mat í Leikhúsinu.

 

Gamli bærinn er opinn yfir vetrartímann eftir samkomulagi, en hefur fasta opnunartíma á sumrin sem nánar verða auglýstir þegar nær dregur.

 

Endilega hafið samband við okkur í síma 463-1500.

 

        

 

    

 

        

 

    

 

    

 

    

 

TripAdvisor

Events

Dagsetning Viðburður Klukkan

Travel Blog

Hvað er í húfi?

Millilandaflug um Akureyrarflugvöll hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið, eftir að þota frá bresku ferðaskrifstofunni Super Break þurfti í tvígang að snúa til Keflavíkur vegna aðflugsskilyrða á vellinum. Nú er búið að tryggja það að fyrir næsta vetur verði kominn upp aðflugsbúnaður við hæfi sem ætti að minnka líkurnar á því að ekki sé hægt að lenda í slæmu skyggni.

Lesa meira

Lamb Inn hlýtur viðurkenningu frá Markaðsráði kindakjöts

Föstudag 31. mars s.l. veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum. Viðurkenningin ber enska heitið „AWARD OF EXCELLENCE“ sem rímar við annað markaðsefni sauðfjárbænda sem gagngert er beint til erlendra ferðamanna og er á ensku.
Lamb Inn var einn þeirra 10 veitingastaða á landinu sem hlaut þessa viðurkenningu að þessu sinni.

Lesa meira