Book a Room Now!

Loading...

Fundir, námskeið og ráðstefnur

    

Hjá okkur er hægt að halda fundi, námskeið og litlar ráðstefnur. Fundarsalur okkar tekur um 20-30 manns í sæti. Þá er einnig hægt að nýta veitingasal okkar fyrir fundi, en hann tekur 40-50 í sæti. Á staðnum er færanlegur skjávarpi, tússtafla, flettitafla og hægt að prenta út skjöl ef þess er óskað. Wi-fi innifalið. Gamli bærinn á Öngulsstöðum getur líka hentað vel fyrir fundi í sínu einstaka umhverfi. Þar höfum við boðið upp á fundi með skjávarpa og öllum græjum, en í 19. aldar umhverfi. 

 

Veitingar

Við bjóðum upp á veitingar við allra hæfi og af öllum tilefnum. Kaffiveitingar, hádegisverður eða kvöldverður, eða allt í sama pakkanum. 

Þá bjóðum við sérkjör á gistingu fyrir fundahópa. 

 

Hvað segja viðskiptavinir okkar?

„Í mínu starfi sem stjórnendaþjálfari og ráðgjafi er ég reglulega með námskeið fyrir vinnustaði og veit að það skiptir máli að vera á góðum stað til að ná góðum árangri. Ég get óhikað mælt Öngulsstöðum í Eyjafirði sem góðum stað fyrir námskeið eða fundi. Umhverfið er fallegt og Eyjafjörðurinn skartar sínu fegursta jafnt að sumri sem vetri og kyrrðin og friðsemdin hafa jákvæð áhrif á alla. Þjónustan er persónuleg og hlý og maturinn „hættulega“ góður.  Ég gef þeim mín bestu meðmæli."

Eyþór Eðvarðsson

M.A. Vinnusálfræði

Þekkingarmiðlun ehf

 

"Móttökur hlýlegar og maturinn góður, það var virkilega notalegt að vera hjá ykkur. Allur hópurinn var verulega ánægður og fannst gott að vera.
Fæstum langaði heim úr rólegheitunum og næðinu hjá ykkur eftir daginn."

Hafdís Garðarsdóttir

Lögmannshlíðarsókn

 

"Fundaraðstaða hjá ferðaþjónustuni á Ögulsstöðum (Lamb Inn) er mjög björt og fín, gott að vera þar með fundi og námskeið, góðar móttökur þegar fundarmenn komu á staðinn og það var vel hugsað um okkur í drykk og mat."

Þorlákur Snær Helgason

Þjónustustjóri/Operation Manager

ISAVIA Akureyrarflugvelli / Akureyri airport

 

„Fundur í Gamla bænum á Öngulsstöðum er skemmtileg upplifun“

Halldór Jóhannsson forstjóri KEA

Events

Dagsetning Viðburður Klukkan
01.12 2017 Jóla Mat-leikar Hilda Örvars 19:30
12.01 2018 Pizzahlaðborð 19:00
02.02 2018 Mat-leikar Rúnar Eff 19:30
09.02 2018 Pizzahlaðborð 19:00
02.03 2018 Mat-leikar 19:30
09.03 2018 Pizzahlaðborð 19:00
06.04 2018 Mat-leikar Hjalti og Lára 19:30
13.04 2018 Pizzahlaðborð 19:00
04.05 2018 Mat-leikar 19:30
11.05 2018 Pizzahlaðborð 19:00

Travel Blog

Lamb Inn hlýtur viðurkenningu frá Markaðsráði kindakjöts

Föstudag 31. mars s.l. veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum. Viðurkenningin ber enska heitið „AWARD OF EXCELLENCE“ sem rímar við annað markaðsefni sauðfjárbænda sem gagngert er beint til erlendra ferðamanna og er á ensku.
Lamb Inn var einn þeirra 10 veitingastaða á landinu sem hlaut þessa viðurkenningu að þessu sinni.

Lesa meira

Beertours.is opnuð - Fréttatilkynning

Lamb Inn Travel, ferðaskrifstofa á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit, hefur hafið sölu á svokölluðum bjórferðum á Norðurlandi. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða ferðir þar sem þemað er bjórsmakk frá þeim brugghúsum sem finna má á Norðurlandi.

Lesa meira