Book a Room Now!

Loading...

Lamb Inn hlýtur viðurkenningu frá Markaðsráði kindakjöts

04.04.2017

Föstudag 31. mars s.l. veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum. Viðurkenningin ber enska heitið „AWARD OF EXCELLENCE“ sem rímar við annað markaðsefni sauðfjárbænda sem gagngert er beint til erlendra ferðamanna og er á ensku.
Lamb Inn var einn þeirra 10 veitingastaða á landinu sem hlaut þessa viðurkenningu að þessu sinni.

 

Þetta var í fyrsta sinn sem slíkar viðurkenningar eru veittar. Þriggja manna dómnefnd skipuð þeim Hafliða Halldórssyni matreiðslumanni, sem er formaður, Sigurlaugu M. Jónasdóttur útvarpskonu hjá RÚV og Dominique Plédel Jónsson hjá SlowFood Reykjavík, valdi staðina sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni. Áætlað er að þetta verði árviss viðburður.

Yfir 60 íslenskir veitingastaðir eru samstarfsaðilar bænda í verkefninu Icelandic Lamb og setja íslenskt lambakjöt í öndvegi. Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vönum og sala á lambakjöti hjá samstarfsstöðunum hefur aukist verulega samhliða samvinnunni. Þetta er hluti af stærra verkefni undir yfirskriftinni Aukið virði sauðfjárafurða.

Þeir staðir sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni eru:
Fiskfélagið
Fiskmarkaðurinn
Hótel Smyrlabjörg í Suðursveit
Íslenski Barinn
Gallery Restaurant Hótel Holti
Grillið Hótel Sögu
Lamb Inn í Eyjafjarðarsveit
Matur og Drykkur
Smurstöðin í Hörpu
Vox á Hilton Hótel Reykjavík

Það var Ragnheiður Ólafsdóttir einn eigenda Lamb Inn sem tók á móti viðurkenningunni.

Events

Date Event Time

Travel Blog

Lamb Inn hlýtur viðurkenningu frá Markaðsráði kindakjöts

Föstudag 31. mars s.l. veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum. Viðurkenningin ber enska heitið „AWARD OF EXCELLENCE“ sem rímar við annað markaðsefni sauðfjárbænda sem gagngert er beint til erlendra ferðamanna og er á ensku.
Lamb Inn var einn þeirra 10 veitingastaða á landinu sem hlaut þessa viðurkenningu að þessu sinni.

Read more

Beertours.is opnuð - Fréttatilkynning

Lamb Inn Travel, ferðaskrifstofa á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit, hefur hafið sölu á svokölluðum bjórferðum á Norðurlandi. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða ferðir þar sem þemað er bjórsmakk frá þeim brugghúsum sem finna má á Norðurlandi.

Read more