Book a Room Now!

Loading...

Beertours.is opnuð - Fréttatilkynning

30.01.2017

Lamb Inn Travel, ferðaskrifstofa á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit, hefur hafið sölu á svokölluðum bjórferðum á Norðurlandi. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða ferðir þar sem þemað er bjórsmakk frá þeim brugghúsum sem finna má á Norðurlandi.

Gróskan í bjórbruggi hefur verið mikil síðustu 10 ár, eða allt frá því að Bruggsmiðjan opnaði á Árskógssandi. Síðan þá hafa tvö brugghús við Tröllaskagann opnað til viðbótar, Gæðingur í Skagafirði og Segull 67 á Siglufirði, auk þess sem hið rótgróna Viking brugghús á Akureyri hóf framleiðslu á Einstök bjór í viðbót við aðrar framleiðsluvörur undir merkjum Viking.

Bjórferðamennska í heiminum er mun meiri en fólk gerir sér almennt grein fyrir. Hópar eru á ferð og flugi yfir Atlantshafið til að upplifa bjór og bjórmenningu í öðrum löndum. Sú mikla þróun sem orðið hefur í brugghúsamenningu á Íslandi hefur vakið athygli erlendra ferðamanna og opnað á þann möguleika að þessi tegund af ferðamennsku geti þrifist á Íslandi og komið sterk inn á afþreyingarmarkaðinn sem ný vara.

Lamb Inn Travel flutti inn kanadískan hóp á síðasta ári í samvinnu við Beer Lovers Tour í Toronto. Það er ferðaskipuleggjandi sem boðið hefur upp á bjórferðir innan borgarmarka Toronto en einnig sent hópa af og til til annarra landa. Hópurinn dvaldi á Íslandi í 7 daga, heimsótti m.a. Bjórhátíðina á Hólum í Hjaltadal, sem Bjórsetur Íslands heldur árlega, og smakkaði auk þess framleiðslu margra brugghúsa á landinu. Nú þegar hefur verið bókaður annar hópur og degi bætt við, sem nýttur verður í skoðunarferð um Borgarfjörð og m.a. smakkheimsókn að Steðja. Þessar ferðir eru í grunninn dæmigerðar náttúruskoðunarferðir um Ísland, en með þessu bjórþema.

Nú eru komnar þrjár ferðir til sölu á beertours.is. Í fyrsta lagi er það ferð sem kallast Coast Line Beer Tour og er farin frá Akureyri, upp til Siglufjarðar þar sem Segull 67 verður heimsótt. Þaðan er haldið á Árskógssand þar sem Bruggsmiðjan verður heimsótt auk þess sem þjónusta Bjórbaða verður nýtt. Bjórböðin eru nýjasta viðbót við þjónustu Kalda-bruggsmiðjunnar, en þar geta gestir dýft sér í bjórbætta heita potta, innan- og utanhúss og borðað á veitingastað sem einnig verður opnaður. Frá Árskógssandi verður ekið stuttan spöl til Hjalteyrar þar sem framleiðsla Viking/Einstök verður smökkuð.

Hinar tvær ferðirnar eru meira staðbundnar í Eyjafjarðarsveit til að byrja með, en innihalda bæði bjórsmakk og tvírétta máltíð á Lamb Inn veitingahúsi á Öngulsstöðum.

Stór hringferð um Tröllaskagann verður í boði sem sérferð.

Fleiri ferðir eru í þróun.

Nánari upplýsingar um þetta gefur Karl Jónsson framkvæmdastjóri í síma 691 6633 og á netfanginu karl@lambinn.is

TripAdvisor

Events

Date Event Time

Travel Blog

Hvað er í húfi?

Millilandaflug um Akureyrarflugvöll hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið, eftir að þota frá bresku ferðaskrifstofunni Super Break þurfti í tvígang að snúa til Keflavíkur vegna aðflugsskilyrða á vellinum. Nú er búið að tryggja það að fyrir næsta vetur verði kominn upp aðflugsbúnaður við hæfi sem ætti að minnka líkurnar á því að ekki sé hægt að lenda í slæmu skyggni.

Read more

Lamb Inn hlýtur viðurkenningu frá Markaðsráði kindakjöts

Föstudag 31. mars s.l. veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum. Viðurkenningin ber enska heitið „AWARD OF EXCELLENCE“ sem rímar við annað markaðsefni sauðfjárbænda sem gagngert er beint til erlendra ferðamanna og er á ensku.
Lamb Inn var einn þeirra 10 veitingastaða á landinu sem hlaut þessa viðurkenningu að þessu sinni.

Read more