Book a Room Now!

Loading...

Veitingastaðurinn okkar er opinn frá maí til september, allt eftir stöðu herbergjabókana. Opnunartíminn er kl. 18.00-21.30. Utan þessa fasta opnunartíma er hann opinn fyrir hópa stóra sem smáa sem panta með fyrirvara.

 

Veitingastaðurinn

Við sérhæfum okkur í lambakjöti. Okkar einkennisréttur er hefðbundið íslenskt lambalæri, sérvalið og verkað á okkar hátt, eldað lengur við hægari hita og borið fram með heimalöguðu rauðkáli, grænum baunum, brúnuðum kartöflum, sósu og heimagerðri rabbarbarasultu, rétt eins og hjá ömmu. Hjá okkur er sunnudagssteikin alla daga yfir sumartímann, en eftir pöntunum á veturnar. Gestir okkar hafa hrifist af lambalærinu hvort sem það eru Íslendingar eða útlendingar. 

Við erum líka með fiskrétti, súpur með heimabökuðu brauði, hnetusteik og grænmetisborgara fyrir þá sem aðhyllast grænmetisrétti og fyrir krakkana erum við með pizzu, kjötbollur sem við vinnum sjálf frá grunni og lambaborgara í brauði. Í eftirrétt bjóðum við upp á heimagerðan ís og ís frá Holtseli, skyr með rjóma og bláberjum og gamaldags rjómatertu með kokteilávöxtum. 

Vínin okkar koma frá Chile, Spáni og Frakklandi. Við bjóðum þau á mjög góðu verði. Bjórinn er úr héraði, Kaldi frá Bruggsmiðjunni á Árskógssandi, Segull 67 frá Siglufirði og Einstök frá míkróbrugghúsi Viking á Akureyri. Í matseðli okkar mælum við sérstaklega með ákveðnum bjórtegundum með völdum réttum. 

Veitingasalur okkar tekur 40 manns í sæti. Á svölunum fyrir ofan hann er hægt að koma um 30 manns fyrir, auk fundarsalarins sem tekur um 30 einnig. 

 

Matseðill 2018

 

       

 

          

 

What do our guests say about the restraurant?

- From Booking.com og Tripadvisor.

 


 

"Great cook, great roast lamb."

 

"....a traditional Icelandic Sunday dinner "like Grandma makes" - was excellent. Roast lamb, of course."

 

"I would recommend the lamb, traditional Icelandic style."

 

"Breakfast was delicious with a wide choice of foods....."

 

"Breakfast really good with plenty of options...."

 

"....we arrived late but still got a delicious meal of Cod from the kitchen...."

 

"....in a beautiful location, and the breakfast was superb...."

 

"The breakfast is excellent...."

 

      

TripAdvisor

Events

Dato Begivenhed Klokken

Travel Blog

Jólaboð 2018

Þá fer senn að líða að Jólaboðum Lamb Inn. Við köllum þetta jólaboð frekar en jólahlaðborð því stemningin sem við getum búið til fyrir gesti okkar minnir frekar á fjölskyldujólaboð en hefðbundið jólahlaðborð með 30 réttum og yfirfullum veitingasal. Hjá okkur fá nefnilega hópar að hafa allan salinn út af fyrir sig. Sérstaða okkar felst í því að við erum úti í sveit, fjarri skarkala miðbæjarins og hér er hópurinn saman, enginn að stinga af. Við höfum líka Gamla bæinn sem hægt er að heimsæka fyrir mat og jafnvel þiggja þar fordrykk, okkar eigin kokteil sem við köllum Öngulsstaðahrepp. Sannkallaður tungubrjótur, en er okkar. 

Læs mere