Book a Room Now!

Loading...

Um okkur

Lamb Inn er fjölskyldurekið. Eigendur eru Jóhannes Geir Sigurgeirsson sem fæddur er og uppalinn á Öngulsstöðum, hans eiginkona Ragnheiður Ólafsdóttir, umhverfisfræðingur á Landsvirkjun, Guðný dóttir Jóhannesar og hennar maður, Karl Jónsson í gegn um fyrirtæki sitt Markvert ehf. 

 

Það var 1996 sem Ferðaþjónustan Öngulsstöðum opnaði gistihús með veitingaaðstöðu í fjósi og hlöðu sem breytt hafði verið í þessum tilgangi. Fyrstu árin var reksturinn í höndum fjölskyldunnar, en eftir 2004 var reksturinn leigður út. Jóhannes tók svo við rekstrinum aftur 2012 og byggði upp hugmyndafræðina á bak við Lamb Inn. Eins og nafnið gefur til kynna er áherslan nú lögð á veitingastaðinn og íslenska lambið, en "Inn" er alþjóðlegt nafn yfir stað þar sem hægt er að fá mat, drykki og gistingu. Þau Guðný og Karl keyptu svo 50% hlut í Öngulsstöðum 3 sf, rekstraraðila Lamb Inn, árið 2013 og settust að á Öngulsstöðum. 

 

Öll fjölskyldan kemur að rekstri Lamb Inn. Karl starfar sem framkvæmdastjóri, en hann og Jóhannes sjá um daglegan rekstur og áætlanagerð. Guðný starfar meðfram námi og börn þeirra Karls; Árdís Eva, Haukur Sindri og Skírnir Már, starfa öll á gistihúsinu í sumar- og aukavinnu. 

 

Jóhannes og Ragnheiður sjá um Gamla bæinn á Öngulsstöðum. 

 

Karl og Guðný ásamt börnum sínum. 

 

  

Jóhannes og Ragnheiður að leiðsegja í Gamla bænum. 

TripAdvisor

Events

Dato Begivenhed Klokken

Travel Blog

Jólaboð 2018

Þá fer senn að líða að Jólaboðum Lamb Inn. Við köllum þetta jólaboð frekar en jólahlaðborð því stemningin sem við getum búið til fyrir gesti okkar minnir frekar á fjölskyldujólaboð en hefðbundið jólahlaðborð með 30 réttum og yfirfullum veitingasal. Hjá okkur fá nefnilega hópar að hafa allan salinn út af fyrir sig. Sérstaða okkar felst í því að við erum úti í sveit, fjarri skarkala miðbæjarins og hér er hópurinn saman, enginn að stinga af. Við höfum líka Gamla bæinn sem hægt er að heimsæka fyrir mat og jafnvel þiggja þar fordrykk, okkar eigin kokteil sem við köllum Öngulsstaðahrepp. Sannkallaður tungubrjótur, en er okkar. 

Læs mere