Book a Room Now!

Loading...

 

Lamb Inn Travel

2014 stofnuðum við ferðaskrifstofu með þann tilgang að heimila okkur sölu á pakkaferðum hingað norður. Við höfum því leyfi til að selja bæði gistingu og afþreyingu og bjóðum upp á þjónustu í þá veruna. Hvort sem þið eruð að velta fyrir ykkur óvissuferð, lengri ferðum um Norðurland, náttúruskoðunarferðum, bændaferðum, fuglaskoðun og hvaðeina, þá erum við í stakk búin til að búa til ferðina fyrir ykkur.

En við höfum líka hug á að koma að innflutningi og útflutningi ferðamanna, en það er verkefni til lengra tímabils og mun verða kynnt jafn óðum og eitthvað gerist í því. 

 

TripAdvisor

Events

Dato Begivenhed Klokken

Travel Blog

Jólaboð 2018

Þá fer senn að líða að Jólaboðum Lamb Inn. Við köllum þetta jólaboð frekar en jólahlaðborð því stemningin sem við getum búið til fyrir gesti okkar minnir frekar á fjölskyldujólaboð en hefðbundið jólahlaðborð með 30 réttum og yfirfullum veitingasal. Hjá okkur fá nefnilega hópar að hafa allan salinn út af fyrir sig. Sérstaða okkar felst í því að við erum úti í sveit, fjarri skarkala miðbæjarins og hér er hópurinn saman, enginn að stinga af. Við höfum líka Gamla bæinn sem hægt er að heimsæka fyrir mat og jafnvel þiggja þar fordrykk, okkar eigin kokteil sem við köllum Öngulsstaðahrepp. Sannkallaður tungubrjótur, en er okkar. 

Læs mere