Book a Room Now!

Loading...

 

Lamb Inn Travel

2014 stofnuðum við ferðaskrifstofu með þann tilgang að heimila okkur sölu á pakkaferðum hingað norður. Við höfum því leyfi til að selja bæði gistingu og afþreyingu og bjóðum upp á þjónustu í þá veruna. Hvort sem þið eruð að velta fyrir ykkur óvissuferð, lengri ferðum um Norðurland, náttúruskoðunarferðum, bændaferðum, fuglaskoðun og hvaðeina, þá erum við í stakk búin til að búa til ferðina fyrir ykkur.

En við höfum líka hug á að koma að innflutningi og útflutningi ferðamanna, en það er verkefni til lengra tímabils og mun verða kynnt jafn óðum og eitthvað gerist í því. 

 

Events

Dato Begivenhed Klokken

Travel Blog

Lamb Inn hlýtur viðurkenningu frá Markaðsráði kindakjöts

Föstudag 31. mars s.l. veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum. Viðurkenningin ber enska heitið „AWARD OF EXCELLENCE“ sem rímar við annað markaðsefni sauðfjárbænda sem gagngert er beint til erlendra ferðamanna og er á ensku.
Lamb Inn var einn þeirra 10 veitingastaða á landinu sem hlaut þessa viðurkenningu að þessu sinni.

Læs mere

Beertours.is opnuð - Fréttatilkynning

Lamb Inn Travel, ferðaskrifstofa á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit, hefur hafið sölu á svokölluðum bjórferðum á Norðurlandi. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða ferðir þar sem þemað er bjórsmakk frá þeim brugghúsum sem finna má á Norðurlandi.

Læs mere