Book a Room Now!

Loading...

Herbergin

 

Á Lamb Inn eru 17 herbergi, öll með sér baðherbergi. Svefnpláss er fyrir 38 manns. Við leggjum áherslu á góð rúm og snyrtileg herbergi. 

Hjá okkur er hægt að fá allt frá tveggja manna herbergjum upp í stórt fjögurra manna fjölskylduherbergi, sem auðveldlega má stækka í 6 manna. 

 

Tvö þriggja manna herbergi eru á hótelinu, bæði með aðstöðu fyrir fatlaða. Þá er hægt að bæta við þriðja rúminu í stærri tveggja manna herbergin.

 

Þrjú herbergjanna okkar eru með sér inngangi baka til. Þar eru m.a. tvö herbergi með sama innganginum og eru með lítilli eldunaraðstöðu og ísskáp á milli. Samtals geta þessi herbergi hýst 6 manns með góðu móti. 

 

Við gerum sérstök tilboð í stærri hópa. Íþróttahópar fá t.d. góð kjör á gistingu og morgunverði.

 

Hafið samband og kannið málið.

 

Heimagisting

 

Um miðjan júní 2015 tókum við í notkun 6 herbergi í heimagistingu að Öngulsstöðum 3, Lamb Inn Farmhouse, sem er í aðeins 100 metra fjarlægð frá aðal gistihússbyggingunni. Herbergin eru nýuppgerð. Í kjallara er íbúð sem leigist annað hvort sem slík eða sem tvö herbergi með sameiginlegu baðrými og á miðhæðinni, eru fjögur herbergi með sameiginlegu baðrými. Herbergin á miðhæðinni heita öll nöfnum sem festust við það í gegn um tíðina; Snæjuherbergi, Hjónaherbergið, Borðstofan, Stofan. Við Öngulsstaði 3 er stór og fallegur garður, sem er með aðgengi fyrir gesti.

 

 

   
Tveggja manna herbergi
 
    
Þriggja manna herbergi
 
  
Fjögurra manna fjölskylduherbergi

 

 
    
 
    
 
    
 
                       
TripAdvisor

Events

Dato Begivenhed Klokken

Travel Blog

Jólaboð 2018

Þá fer senn að líða að Jólaboðum Lamb Inn. Við köllum þetta jólaboð frekar en jólahlaðborð því stemningin sem við getum búið til fyrir gesti okkar minnir frekar á fjölskyldujólaboð en hefðbundið jólahlaðborð með 30 réttum og yfirfullum veitingasal. Hjá okkur fá nefnilega hópar að hafa allan salinn út af fyrir sig. Sérstaða okkar felst í því að við erum úti í sveit, fjarri skarkala miðbæjarins og hér er hópurinn saman, enginn að stinga af. Við höfum líka Gamla bæinn sem hægt er að heimsæka fyrir mat og jafnvel þiggja þar fordrykk, okkar eigin kokteil sem við köllum Öngulsstaðahrepp. Sannkallaður tungubrjótur, en er okkar. 

Læs mere