Book a Room Now!

Loading...

 

Gamli bærinn

Gamli bærinn er afar merkilegur í byggingasögulegu tilliti. Hann er einstakt vitni um byggingarstíl 19. aldar, þegar fólk til sveita aflagði torfbæi og byggði ný hús. Innviðir eru ótrúlega heillegir og hafa staðist tímans tönn, en hluti þessa húss er allt frá um 1830. Í Gamla bænum var að finna helsta samkomusal sveitarinnar og var hann daglegu tali kallaður Leikhúsið. Þar voru sett upp leikrit og haldnar veislur. ​Byggingasaga Gamla bæjarins er afar merkileg og kemur fólki gríðarlega á óvart. Þess vegna er gaman að njóta leiðsagnar þeirra Jóhannesar og Ragnheiðar sem þekkja sögu hússins út og inn.

 

Þá hentar Gamli bærinn vel fyrir ýmisskonar móttökur í sínu einstaka umhverfi. VIð tökum t.d. reglulega á móti ferðamönnum sem fara með Saga Travel í Sælkeraferðir um Eyjafjörð. Hægt er að bjóða upp á fordrykki og forrétti í Gamla bænum ef gestir eru í mat á Lamb Inn og einnig er hægt að taka á móti allt að 15 manna hópi í mat í Leikhúsinu.

 

Gamli bærinn er opinn yfir vetrartímann eftir samkomulagi, en hefur fasta opnunartíma á sumrin sem nánar verða auglýstir þegar nær dregur.

 

Endilega hafið samband við okkur í síma 463-1500.

 

        

 

    

 

        

 

    

 

    

 

    

 

TripAdvisor

Events

Dato Begivenhed Klokken

Travel Blog

Jólaboð 2018

Þá fer senn að líða að Jólaboðum Lamb Inn. Við köllum þetta jólaboð frekar en jólahlaðborð því stemningin sem við getum búið til fyrir gesti okkar minnir frekar á fjölskyldujólaboð en hefðbundið jólahlaðborð með 30 réttum og yfirfullum veitingasal. Hjá okkur fá nefnilega hópar að hafa allan salinn út af fyrir sig. Sérstaða okkar felst í því að við erum úti í sveit, fjarri skarkala miðbæjarins og hér er hópurinn saman, enginn að stinga af. Við höfum líka Gamla bæinn sem hægt er að heimsæka fyrir mat og jafnvel þiggja þar fordrykk, okkar eigin kokteil sem við köllum Öngulsstaðahrepp. Sannkallaður tungubrjótur, en er okkar. 

Læs mere