Book a Room Now!

Loading...

Námskeiðs- funda- og ráðstefnuþjónusta Lamb Inn

 

 

 

 

 

 

 

Nýuppgerð fundarstofa

Í nýuppgerðri fundarstofu okkar getum við tekið á móti 20-30 manns. Stofan er vel búin tækjum og tólum sem nauðsynleg eru.

Matsalurinn
Í matsalnum getum við tekið allt upp í 40 manns í sæti.

Stærri fundir
Þá höfum við aðgang að stærri fundarsal hér í sveitinni með fullkominni funda- og veitingaaðstöðu.

Allur pakkinn
Þið þurfið ekki að leita langt yfir skammt. Hjá okkur stendur ykkur allur fundapakkinn til boða: Fundarsalur, veitingar og gisting.

Við gerum tilboð
Leitið tilboða hjá okkur. Við höfum aðstöðuna, veitingarnar, gistinguna og rólegt og skapandi andrúmsloft, allt sem þarf til að búa til árangurs-ríkan fund eða námskeið.

 

Öngulsstaðir 3
601 Akureyri
Sími: 463 1500


AÐEINS 9 MÍNÚTNA AKSTUR FRÁ AKUREYRI
 

 

 

 
 

Hvað segja viðskiptavinir okkar?

„Í mínu starfi sem stjórnendaþjálfari og ráðgjafi er ég reglulega með námskeið fyrir vinnustaði og veit að það skiptir máli að vera á góðum stað til að ná góðum árangri. Ég get óhikað mælt Öngulsstöðum í Eyjafirði sem góðum stað fyrir námskeið eða fundi. Umhverfið er fallegt og Eyjafjörðurinn skartar sínu fegursta jafnt að sumri sem vetri og kyrrðin og friðsemdin hafa jákvæð áhrif á alla. Þjónustan er persónuleg og hlý og maturinn „hættulega“ góður.  Ég gef þeim mín bestu meðmæli."

Eyþór Eðvarðsson

M.A. Vinnusálfræði

Þekkingarmiðlun ehf

 

"Móttökur hlýlegar og maturinn góður, það var virkilega notalegt að vera hjá ykkur. Allur hópurinn var verulega ánægður og fannst gott að vera.
Fæstum langaði heim úr rólegheitunum og næðinu hjá ykkur eftir daginn."

Hafdís Garðarsdóttir

Lögmannshlíðarsókn

 

"Fundaraðstaða hjá ferðaþjónustuni á Ögulsstöðum (Lamb Inn) er mjög björt og fín, gott að vera þar með fundi og námskeið, góðar móttökur þegar fundarmenn komu á staðinn og það var vel hugsað um okkur í drykk og mat."

Þorlákur Snær Helgason

Þjónustustjóri/Operation Manager

ISAVIA Akureyrarflugvelli / Akureyri airport

 

„Fundur í Gamla bænum á Öngulsstöðum er skemmtileg upplifun“

Halldór Jóhannsson forstjóri KEA

TripAdvisor

Events

Dato Begivenhed Klokken

Travel Blog

Hvað er í húfi?

Millilandaflug um Akureyrarflugvöll hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið, eftir að þota frá bresku ferðaskrifstofunni Super Break þurfti í tvígang að snúa til Keflavíkur vegna aðflugsskilyrða á vellinum. Nú er búið að tryggja það að fyrir næsta vetur verði kominn upp aðflugsbúnaður við hæfi sem ætti að minnka líkurnar á því að ekki sé hægt að lenda í slæmu skyggni.

Læs mere

Lamb Inn hlýtur viðurkenningu frá Markaðsráði kindakjöts

Föstudag 31. mars s.l. veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum. Viðurkenningin ber enska heitið „AWARD OF EXCELLENCE“ sem rímar við annað markaðsefni sauðfjárbænda sem gagngert er beint til erlendra ferðamanna og er á ensku.
Lamb Inn var einn þeirra 10 veitingastaða á landinu sem hlaut þessa viðurkenningu að þessu sinni.

Læs mere