Book a Room Now!

Loading...

Afþreying

Í Eyjafjarðarsveit er af nægu að taka hvað varðar afþreyingu og áhugaverða staði til að skoða. Það má slá því föstu að hægt sé að eyða góðum degi í ferð um svæðið, þar sem ferðamenn geta notið náttúrufegurðar, matar úr heimabyggð og menningar í bland. Eyjafjarðarsveit hefur allt til brunns að bera til að vera sjálfstætt ferðaþjónustusvæði því þar bjóðast ótal gistimöguleikar, úrval veitinga og náttúrufegurð á borð við það besta. Afar áhugaverð söfn og gallerí er hér að finna, þá eru kirkjurnar okkar gersemar margar hverjar sem gaman er að skoða. Gönguleiðir eru hér um allt, göngutúr meðfram bökkum Eyjafjarðarár með öllu sínu fuglalífi er ógleymanleg upplifun. Tveir golfvellir eru í sveitarfélaginu; á Þverá og Leifsstöðum og tvær hestaleigur sem bjóða upp á styttri og lengri ferðir, jafnt fyrir vana sem óvana. 

Starfsfólk Lamb Inn er meira en tilbúið til að aðstoða við skipulagningu á góðum degi í sveitinni. Lamb Inn Travel getur svo skipulagt óvissu- og skoðunarferðir um sveitina. 

 

 

 

 

 

 

 

 

        

 

Events

Dato Begivenhed Klokken

Travel Blog

Lamb Inn hlýtur viðurkenningu frá Markaðsráði kindakjöts

Föstudag 31. mars s.l. veittu íslenskir sauðfjárbændur viðurkenningar þeim samstarfsveitingahúsum sem þykja hafa skarað fram úr við að kynna íslenskt lambakjöt fyrir erlendum ferðamönnum. Viðurkenningin ber enska heitið „AWARD OF EXCELLENCE“ sem rímar við annað markaðsefni sauðfjárbænda sem gagngert er beint til erlendra ferðamanna og er á ensku.
Lamb Inn var einn þeirra 10 veitingastaða á landinu sem hlaut þessa viðurkenningu að þessu sinni.

Læs mere

Beertours.is opnuð - Fréttatilkynning

Lamb Inn Travel, ferðaskrifstofa á Öngulsstöðum í Eyjafjarðarsveit, hefur hafið sölu á svokölluðum bjórferðum á Norðurlandi. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða ferðir þar sem þemað er bjórsmakk frá þeim brugghúsum sem finna má á Norðurlandi.

Læs mere